Yfirlestur

Orðun býður upp á vandaðan, innsæisríkan og sérhæfðan yfirlestur á enskum texta, þar sem leitast er við að virða bæði samhengi textans og einstklingsbundinn stíl höfundar.

Oft er gerður greinamunur á prófarkalestri og handritalestri. Við handritalestur er handritið lesið yfir með tilliti til málfars, stíls, stafsetningar, efnismeðferðar, orðnotkunar og uppbyggingar textans. Við prófarkalestur, hins vegar, er áherslan fyrst og fremst lögð á stafsetningar- eða innsláttarvillur og einnig atriði sem snúa að uppsetningu textans, s.s. línuskiptingar, umbrot, fyrirsagnir og neðanmálsgreinar, en ekki gerðar miklar breytingar á texta.

Orðun gerir ekki slíkan greinarmun heldur býður heildstæðan yfirlestur þar sem lögð er áhersla á hvernig hlutar textans og heildaryfirbragð tvinnast saman og mynda órjúfanlega heild. Handritalestur og prófarklestur verða að fara saman.